Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Háskóli Íslands svarar engu um hegðun Hannesar: „Skýrt dæmi um baráttu milli góðs og ills“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á mánudaginn í síðustu viku var haldinn fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands en sá sem talaði á fyrirlestrinum er Ely Lassman. Hann er fyrrverandi hermaður í ísraelska hernum. Fyrirlesturinn bar nafnið Ísrael, Arabaríkin og Vesturveldin.

Fyrirlesturinn var lokaður almenningi en á honum útskýrði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að það hafi verið gert af öryggisástæðum. Aflýsa þurfti fyrirlestri Lassman fyrr á þessu ári í King’s College í London í kjölfar líflátshótanna sem hann fékk.

Í fyrirlestrinum sagði Lassman meðal annars að Ísrael væri eitt þeirra ríkja sem tryggja hvað mest mannréttindi í heiminum og kallaði Mið-Austurlönd eitt frumstæðasta svæði heims. Einnig lýsti hann því yfir að árás Hamas þann 7. október 2023 kunni að vera sú versta sem um getur. „Ég tel að frá síðari heimstyrjöldinni, frá helförinni, sé ekki til svo skýrt dæmi um baráttu milli góðs og ills,“ hefur Morgunblaðið eftir Lassman.

Vildi tala þar til Hannes var nefndur á nafn

Mannlíf hafði samband við Þjóðminjasafn Íslands til að spyrjast fyrir um fyrirlesturinn en fram komi í máli Kristínar Hrafnkelsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustusviðs Þjóðminjasafns Íslands, að fyrirlesturinn væri ekki á vegum safnsins og taldi viðburðinn vera á vegum Hannesar og Háskóla Íslands því að salurinn hafi verið pantaður í gegnum netfang hans hjá skólanum.

Hannes hefur sjálfur sagt að hann hafi staðið fyrir fundinum og nefnir Háskóla Íslands hvergi í því samhengi.

- Auglýsing -

Mannlíf hafði samband við Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóra markaðs- og samskiptasviðs hjá Hí, til spyrja hvort það væri eðlilegt að Hannes noti netfang sitt hjá skólanum til persónulegra erindagjörða. Jón Örn virtist til í að spjalla við blaðamann en um leið og hann heyrði nafn Hannesar bað hann um að fá að hringja til baka síðar um daginn en gerði ekki. Mannlíf hefur síðan ítrekað reynt að ná í Jón Örn en símtölum ekki verið svarað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -