Bæði Hatari og Ágústa Eva Erlendsdóttir skoruðu í gær á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, að meina Ísrael þátttöku í söngvakeppni sambandsins.
Pressan eykst með hverri vikunni á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, um að banna Ísrael að keppa í Eurovision í ár, vegna drápa ísraelska hersins á saklausum borgurum á Gaza og á Vesturbakkanum. Á dögunum kom áskorun um slíkt frá finnskum söngvara sem áður tók þátt í keppninni. Þá skrifaði hinn breski Olly Alexander, sem keppir fyrir hönd Bretlands í ár, undir bréf þar sem Ísraelsríki er líst sem aðskilnaðarríki sem stundi þjóðarmorð á Palestínumönnum.
Í gær sendu svo bæði Hatari, sem tók þátt í Eurovision í Ísrael árið 2019, og Ágústa Eva Erlendsdóttir sem tók þátt í Grikklandi árið 2006, sem Silvía nótt, skrifuðu áskorun sem birtist á Instagram, þar sem skorað var á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva til að meina Ísrael þátttöku í ár.
Áskorun Hatara má lesa hér í íslenskri þýðingu:
„Til Evrópska sjónvarpssambandsins,
Við Hatari tölum fyrir útilokun Ísraels frá Eurovision í Svíþjóð á þessu ári. Með útilokun Rússlands árið 2022 hefur keppnin greinilega sýnt að hún er ekki sá vettvangur sem er laus við pólitík, líkt og hefur alltaf verið haldið fram. Við bjóðum Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva að íhuga kraft Eurovision sem hvata til breytinga og taka á þjóðarmorðinu á palestínsku þjóðinni og grófum mannréttindabrotum sem Ísraelar hafa framið.
Það er kominn tími til að bregðast við.
Með kveðju,
Hatari.“
Og hér má sjá áskorun Ágústu Evu: