Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Hatursfull árás á skreytingu við Grafarvogskirkju í annað sinn: „Berjumst gegn hatri og fordómum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hatursfullt skemmdarverk var unnið á útiskreytingu við Grafarvogskirkju í gær. Stigi við kirkjuna hefur verið skreyttur fána hinseginsamfélagsins. Er þetta í annað skiptið á skömmum tíma sem ráðist er á verkið. Talsmenn kirkjunnar tilkynntu um verknaðinn á fésbókarsíðu hennar.

Krotað var LEVITICUS 20:13. Er ritunin tilvitun í 3. Mósebók í Biblíunni og þar segir: ,,Leggist karlmaður með karlmanni eins og þegar lagst er með konu fremja þeir báðir viðurstyggilegt athæfi. Þeir skulu báðir líflátnir. Blóðsök þeirra skal koma yfir þá.“

Þá kemur fram á færslu kirkjunnar:„Í sama kafla eru líka ýmis ákvæði um að lífláta skuli fólk fyrir aðrar sakir, s.s. að ,,bölva föður sínum eða móður“, einnig á að lífláta fólk sem sefur hjá einhverjum tengdum sér, t.d. mági eða tengdadóttur og ef karlmaður sefur hjá konu á blæðingum, á að lífláta þau bæði.

Við í Grafarvogskirkju kjósum frekar að fylgja boðskap Jesú Krists, sem sagði okkur að elska hvert annað. Við trúum því að hver einasta manneskja sé elskuð sköpun Guðs sem hefur leyfi til að lifa því lífi sem henni/háni/honum er áskapað.

Boðskapur Jesú Krists er í fullu samræmi við mannréttindayfirlýsingar, og við í Grafarvogskirkju stöndum með mannréttindum og berjumst gegn hatri og fordómum.

Í sama kafla eru líka ýmis ákvæði um að lífláta skuli fólk fyrir aðrar sakir, s.s. að ,,bölva föður sínum eða móður“, einnig á að lífláta fólk sem sefur hjá einhverjum tengdum sér, t.d. mági eða tengdadóttur og ef karlmaður sefur hjá konu á blæðingum, á að lífláta þau bæði.
Við í Grafarvogskirkju kjósum frekar að fylgja boðskap Jesú Krists, sem sagði okkur að elska hvert annað. Við trúum því að hver einasta manneskja sé elskuð sköpun Guðs sem hefur leyfi til að lifa því lífi sem henni/háni/honum er áskapað.
Boðskapur Jesú Krists er í fullu samræmi við mannréttindayfirlýsingar, og við í Grafarvogskirkju stöndum með mannréttindum og berjumst gegn hatri og fordómum.“
Að svo stöddu er ekki vitað hver framdi skemmdarverkið.

 

- Auglýsing -

Í gær fjallaði Mannlíf um bréf til biskupsritara og konu hans. Sjá hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -