Mánudagur 20. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Hildur Lillendahl tilkynnt til lögreglunnar: „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 2010 tjáði söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir alþjóð um einelti sem hún varð fyrir á netinu. Hafdís talaði um að Hildur Lilliendahl hafi farið þar fremst í flokki. Hildur hefur í gegnum tíðina verið róttækur femínisti og barist ötullega fyrir réttindum kvenna, en hún hlaut viðurkenningar frá Stígamótum fyrir baráttu sína.

Árið 2012 leitaði Hafdís til lögreglunnar eftir að hún komst að því að hver hefði verið að skrifa niðrandi ummæli um sig á vefsíðunni Bland.is árin 2009 og 2010. Fyrst hafi hún talið að viðkomandi ætti bágt. Henni hafi brugðið þegar í ljós kom að um væri að ræða konu sem barist hefði gegn niðrandi skrifum á internetinu. Hildur sagðist skammast sín fyrir ummælin. Hún sagði mann sinn hafa skrifað sum ummælin enda hafi hann haft aðgang að notendanafni hennar á Bland.is.

Ofbeldisfull skilaboð

Maður Hildar gekkst svo við því síðar. Hildur lét ummælin falla undir notendanafninu „NöttZ“ á spjallsvæði Bland.is

Í umræðuþráðum á vefsíðunni eru ummæli hennar um Hafdísi rakin. Þar skrifar hún meðal annars að sér hafi borist sms-skilaboð. Aðspurð hver þau séu, skrifar Hildur:

„Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“

Þá hafi hún einnig deilt skilaboðunum „Hver vill koma út að drepa?“ þar sem umræðuefnið var tónlist Hafdísar Huldar. Hildur gekkst við ummælunum og baðst afsökunar en sakaði jafnframt manninn sinn um að skrifa einhver ummælin.

- Auglýsing -

„Ég fékk ábendingu um að þessi ummæli væru til staðar og mér brá mjög mikið,“ sagði Hafdís Huld Þrastardóttir. „Það kom upp umræða á Bland.is undir titlinum: Hver vill koma út að drepa? Ég komst síðar að því að þetta væri kona sem heitir Hildur Lilliendahl. Fólk má hafa skoðanir á list eins og það vill en það er samt alltaf ákveðin lína og þegar verið er að hóta manni um nauðgun og annað af slíkum toga þarf að taka það alvarlega.“

Hafdís sagðist hafa haft samband við forsvarsmenn Bland.is og beðið þá um að taka út allar umræður um hana, þau urðu við því. „Í hvert skipti sem einhver talaði um mig á Bland.is byrjaði manneskja undir nafninu NöttZ að tala um mig,“ sagði Hafdís Huld og bætti við:

„Rétt fyrir jólin 2012 sé ég í fjölmiðlum að Hildi eru veitt hugrekkisverðlaun Stígamóta. Mér fannst það stinga mig aðeins að hún væri að fá slík verðlaun. Hún gefur sig út fyrir að vera talskona gegn netníði sem mér finnst skjóta skökku við. Ég fór til lögreglunnar og ætlaði að skoða hvort ég gæti kært fyrir meiðyrði. Það var of langur tími liðin frá því að ummælin voru skrifuð og því gat ég ekkert gert.“

- Auglýsing -

Tvö ár voru liðin frá því ummælin voru skrifuð og því var ekki hægt að kæra þau. „Það hvarflaði ekki að mér að manneskja í þessari stöðu myndi haga sér svona á netinu, en ég hefði stigið fyrr fram ef ég hefði vitað það.“

Stígamót ekki hrifin

Talskona Stígamóta segir að Hildur hefði aldrei fengið hugrekkisviðurkenninguna árið 2012 ef samtökin hefðu vitað um ummæli hennar á netinu.

„Rétt eftir að þessi viðurkenning var veitt fer ég að tala við Stígamót. Maður er svo ánægður með samtök sem eru að berjast fyrir ofbeldi gegn konum. Þær sögðu við mig að þær grunaðu ekki að konan sem þær veittu þessa viðurkenningu myndi haga sér svona. Það er verið að þakka henni fyrir að draga fram í dagsljósið orðrétt ummæli um konur,“ sagði Hafdís.

Hildur sagði að hún skammaðist sín fyrir ummæli varðandi þroskaskerðinguna. Önnur ummæli væru ekki hennar og í sumum tilfellum hafi maðurinn hennar skrifað undir hennar notendanafni.

Hvað höfum við lært síðan þá?

Höfum við eitthvað lært síðan þá sem samfélag eða erum við ennþá að finna út úr því hvernig við viljum taka á hatursfullri umræðu á samfélagsmiðlum?

Mikið hefur verið rætt um útilokunarmenninguna eða „cancel culture“ eins og hugtakið er kallað á ensku. Margir vilji jafnvel halda því fram að fyrirbærið sé ekki til og að stundum sé auðvelt að vísa því á bug sem beiskleika yfir því að vera útilokaður.

Útilokunarmenning gengur út á það að útiloka einstaklinga sem brotið hafa gegn samfélagslegum gildum og hagsmunum þjóðfélagsins – ýmist með því að hafa tjáð sig á ákveðinn máta eða gert eitthvað á hlut annarra.

Talað er um að ákveðið félagslegt aðhald sé um að ræða. Með þessu sýnir almenningur andóf gegn þessum einstaklingum sem brjóta af sér. Bakhliðin á þessu andófi er að stundum skortir málefnalega umræðu og getur gagnrýni snúist upp í persónulegar árásir á netinu.

Fólk skiptist oftast upp í tvo hópa varðandi útilokunarmenningu; með eða á móti. Viðbrögð fólks við því þegar fólk misstígur sig skiptir máli hvernig einstaklingarnir sem um ræðir bregðast við.

Eitt dæmi þess er þegar Björn Bragi Arnarsson, grínisti og uppistandari, var á sínum tíma útilokaður þegar upp komst um kynferðislegt áreiti hans gegn ungri konu í október 2018, en í kjölfarið baðst hann afsökunar og tók stúlkan þeirri afsökunarbeiðni, sem og fjölskylda hennar. Í því tilfelli náði grínistinn sér aftur á strik og útilokunin gagnvart honum stóð stutt yfir.

Er þetta ákveðið þroskaferli sem við þurfum að ganga í gegnum sem samfélag? Hver eru næstu skrefin? Hver bylgja skilur eftir sig aukinn lærdóm, vonandi. Lærdómurinn er ennþá að eiga sér stað og sjá má að fólk er ennþá að finna sig og átta sig á því hvernig það á að takast á við þessa umræðu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -