Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Haukur Heiðar nýtur lífsins á Aruba: „Það er víst ekki gul veðurviðvörun þar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er sennilega frægasti læknir Íslands, Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Um er að ræða stórafmæli en í dag er hann fertugur.

Haukur Heiðar er ekki aðeins söngvari rokksveitarinnar Dikta heldur leikur hann einnig á píanó og gítar með bandinu. Þá hefur hann einnig ljá hljómsveitunum Plug og Jesúítunum rödd sína og á plötum Helga Júlíusar.

Mannlíf heyrði í Hauki Heiðari sem er staddur í Montréal í fríi með fjölskyldunni. En hvernig á að fagna deginum?

„Ég er staddur í Montréal með fjölskyldunni og var vakinn hérna í morgun með afmælissöng og súkkulaðiköku. Við ætlum að halda upp á afmælisdaginn hér en förum svo í nótt til Aruba í karabíska hafinu. Það er víst ekki gul veðurviðvörun þar,“ svaraði afmælisbarnið kímið.

En hvað er framundan hjá Hauki Heiðari?

„Dikta er loksins komin af stað að vinna nýtt efni og stefnum á tónleika í september. Sjálfur er ég að vinna í sóló tónlist líka og stefni að útgáfu í haust eða snemma næsta vetur.“

- Auglýsing -

En er ekki svolítið langt liðið frá síðustu plötu Dikta?

„Allt of langt. Hún kom út 2015 en svo gáfum við út lag 2019 síðast.“

Mannlíf bíður spennt eftir nýju efni frá Hauki Heiðari og óskar honum til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -