Taugalæknirinn Haukur Hjaltason á afmæli í dag. Haukur fagnar 65 ára afmæli. Haukur er ekki síst þekktur sem útivistarmaður. Hann hefur um árabil gengið með Sófistum, gönguhópi sem á rætur í Ferðafélagi Íslands. Frægt er æfingakerfi sem hann þróaði og göngufólk notar gjarnan á fjöllum. Kerfið heitir Haukurinn, honum til heiðurs. Mannlíf náði tali við Hauki og spurði hann um áform hans á afmælisdaginn.
Fyrst var hann spurður á hvaða hátt hann fagni deginum.
„Það er óvissudagur í boði eiginkonunnar,“ segir hann. Haukur vísar þarna til eiginkonu sinnar, Þóru Steingrímsdóttur, prófessor og fæðingalækni sem fer með mann sinn í sund, hreyfingu og vinahitting.
Síðast en ekki síst var hann spurður hvort að eitthvað væri framundan hjá honum:
„Það er vonandi gott sumar með ferðalögum og góðu fólki og frí með fjölskyldunni,“ segir hann svo.
Mannlíf óskar Hauki innilega til hamingju með daginn.