Fimm manns gistu fangageymslur lögreglu í nótt.
Vegna Ofurskálarinnar settu lögreglumenn upp eftirlitspóst og könnuðu ástand og ökuréttindi ökumanna. 95 ökutæki stöðvuð og reyndist ökumenn allir vera til fyrirmyndar.
Nokkuð var um að hávaðatilkynningar frá heimahúsum vegna áðurnefndrar Ofurskálar. Fólk var spennt yfir fjörinu – en lofaði að lækka í sér og leyfa nágrönnum, sem eru minna spenntir, að sofa.
Tveir voru handteknir vegna þjófnaðar á veitingastað í miðborginni. Aðrir tveir voru gripnir af laganna vörðum grunaðir um eignaspjöll á sama svæði.
Ekið var á gangandi mann í Hafnarfirði. Ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum. Hann var vstaður í fangageymslu uns hægt verður að ræða við hann. Hinn slasaði var fluttur á Slysadeild til frekari aðhlynningar.