Stuttu eftir miðnætti í nótt var reyksprengju hent inn í hús í Fossvogi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út og þurfti að aðhafast að sögn RÚV.
Stuttu seinna, eða um klukkustund síðar, var reynt að henda bensínsprengju inn í annað hús í Hafnarfirði. Það tókst ekki og kom lögregla á vettvang þegar sprengjukastið var enn í undirbúningi.
Ætla má að viðkomandi hafi verið handtekinn þó það komi að vísu hvergi fram. Slökkviliði segist ekki geta svarað því hvort þessi sprengjuköst tengist átökum tveggja hópa í tengslum við hnífaárásar á veitingastaðnum Bankastræti Club.
Til allra lukku þá virðast reyksprengjur sem þessar ekki vera hættulegar og frekar minna á eitthvað úr prakkarabúð. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir yfirleitt hefðu sprengjur sem þessar fátt annað í för með sér en vonda lykt.