Heiða Björg Hilmarsdóttir er nýr borgarstjóri Reykjavíkur en það kom fram í fréttamannafundi nýs meirihluta. Sá meirihluti samanstendur af Samfylkingunni, Sósíalistaflokknum, Flokki fólksins, Vinstri Grænum og Pírötum.
Áherslumál meirihlutans verða meðal annars tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal og finna nýjan stað fyrir hjólhýsabyggð. Þá verða íbúaráðin lögð niður. Auka á ferðatíðni strætó og að endurskoða leikskólakerfið. Áætlað er að gönguleiðir og hjólaleiðir barna verða bættar.
Líf Magneudóttir verður formaður borgarráðs og Sanna Magdalena Mörtudóttir verður forseti borgarstjórnar og formaður velferðarráðs.
Dóra Björt Guðjónsdóttir verður formaður umhverfis- og skipulagsráðs og Helga Þórðardóttir verður formaður skóla- og frístundaráðs og