Sunnudagur 12. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Heiðar birtir bréfið: „Var eitthvað við störf lögreglu sem ekki þolir dagsins ljós?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, ætlar bersýnilega ekki að taka því sitjandi ef lögreglan ætlar að grafa undan fjölmiðlum og upplýsingafresli á Íslandi. Fyrr í dag var greint frá því að lögreglan hafi krafist þess að komið yrði í veg fyrir myndatökur af lögregluaðgerð á Keflavíkurflugvelli í nótt, þar sem fimmtán hælisleitendum var vísað úr landi. Heiðar segist á Facebook hafa sent bréf til Ríkislögreglustjóra vegna málsins.

Heiðar bendir meðal annars á það að ekki verði komist hjá því að álykta að það sem gerðist í nótt á Keflavíkurflugvelli þoli ekki dagsins ljós. Hér fyrir neðan má lesa bréf Heiðars til ríkislögreglustjóra:

„Stoðdeild Ríkislögreglustjóra fylgdi brottvísuðum hælisleitendum út á Keflavíkurflugvöll í nótt en yfirvofandi brottflutningur hafði verið fréttaefni. Við þessa aðgerð fékk lögregla aðstoð starfsfólks ISAVIA sem segist hafa fengið skipanir frá lögreglu um að koma í veg fyrir myndatökur á staðnum. Fréttateymi RÚV var á staðnum, utan girðingar, og fékk ekki að sinna sínum störfum þar sem starfsmenn ISAVIA fylgdu fyrirmælum lögreglunnar og skemmdu upptökurnar. Ég lít þetta að sjálfsögðu mjög alvarlegum augum enda man ég ekki eftir grófari dæmum um aðgerðir lögreglu gegn fjölmiðlafólki að stöfum í seinni tíð. All nokkrar spurningar vakna af þessu tilefni:

1) Hvers vegna vildi lögregla ekki láta taka myndir af aðgerðinni, var eitthvað við störf lögreglu sem ekki þolir dagsins ljós?

2) Á grundvelli hvaða heimilda fyrirskipaði lögregla að koma yrði í veg fyrir að fjölmiðlar gætu unnið sína vinnu?

3) Hver tók ákvörðun um að koma yrði í veg fyrir myndatökur á staðnum?

- Auglýsing -

4) Er þetta til marks um breytta stefnu í samskiptum embættisins við fjölmiðla?

5) Hvernig skilgreinir þú ríki þar sem lögregla beitir aðferðum sem þessum til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar sinni sínu lýðræðislega hlutverki, nefnilega fréttaflutningi og eðlilegu aðhaldi við stjórnvöld?“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -