Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Heiðar selur hlut sinn í Sýn fyrir 2,2 milljarða – Ráðlagt að minnka við sig vinnu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt fréttum frá Vísi hefur Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýn hf. gengið frá sölu á öllum hlutabréfum sínum fyrir helgi. Heiðar hyggst láta af störfum sem forstjóri félagsins um næstu mánaðarmót. Sýn hf. á og rekur fjölmiðilinn Vísi.

Samkvæmt frétt á mbl.is segir að Heiðar hafi sent samstarfsfólki sínu tilkynningu um að hann hafi orðið fyrir heilsubresti fyrr á árinu og ráðlagt að minnka við sig vinnu.

Hlutur Heiðars í Sýn var 12,72% og gaf því Seðlabanki Íslands út flöggunartilkynningu, en slíkt er gert í upplýsingarskyni þegar um verulegar breytingar verða á atkvæðisrétti.

Viðskiptablaðið greinir frá að Heiðar hafi keypt 0,75% hlut, fyrir 115 milljónir, í félaginu í byrjun júní og þar með orðið stærsti hluthafi þess. Heildarsala hlut Heiðars var ríflega 2,2 milljarðar.

Sýn hf. á og rekur einnig Vodafone, Stöð 2, Bylgjuna og fleiri tengda miðla. Heiðar hefur gegnt starfi forstjóra frá 2019 og var áður í stjórn félagsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -