Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Morbier Tradition Émotion ost. Osturinn hefur mögulega smitast af bakteríunni Escherichia coli af tegundinni STEC.
Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig geta þeir skilað henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við
Vöruheiti: Morbier Tradition Émotion
Geymsluþol: Best fyrir 23/02/2025
Lotunúmer: 32021A105436
Strikamerki: 3292790340085
Nettómagn: 100 g
Framleiðandi: Jean Perrin (FR 25 155 001 CE)
Framleiðsluland: Frakkland