Mikið hefur rætt undanfarna daga og vikur um störf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en með vinnu sinni spilaði starfsfólk þar stórt hlutverk í lögreglurannsókn sem leiddi til þess að níu einstaklingar hafa stöðu sakbornings stóru mansalsmáli og hefur nokkrum veitingastöðum sem sakborningarnir áttu verið lokað. Þar á meðal er Wok On, sem hefur skapað sér stórt nafn í matarmenningu á Íslandi undanfarin áratug.
Eitt af hlutverkum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að heimsækja hin ýmsu fyrirtæki, þar á meðal veitingastaði, til að athuga hvort þau standist allar þær kröfur sem gerðar eru til þeirra frá heilbrigðissjónarmiðum. Er fyrirtækjum gefin einkunn frá 0 upp í 5 eftir hverja skoðun og fylgir nákvæm skýrsla með þar sem er tekið fram hvað þarf að laga.
Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er greint frá hlutverki þess á eftirfarandi hátt:
„Hlutverk Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að fara með hollustuhátta-, matvæla- og mengunarvarnaeftirlit í borginni, stuðla að öflugri umhverfisvöktun og fræðslu til almennings í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gefur meðal annars út starfsleyfi fyrir starfsleyfisskylda starfsemi.“
Twitter-notandinn Birkir hefur tekið saman lista af fyrirtækjum úr gagnagrunni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem hafa fengið 0 eða 1. Listinn er þó ekki tæmandi þar sem blaðamaður fann einn stað sem birtist ekki á lista Birkis. Ljóst er að Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur stöðvað að minnsta kosti starfsemi 36 mismunandi fyrirtækja að fullu eða hluta undanfarin ár.
Staðir sem hafa fengið 0 í einkunn (feitletraðir staðir fengu þá einkunn 2023 eða 2024)
Götun og Skart
Matsöluvagn Chinese Flavour
Banh Mi Laugarvegi
Shanghai Laugarvegi
The Hungry Chef Cafe
Depla ehf
Dyer
Gastro Truck – Grandi Mathöll
Matsöluvagn Ísland Treasures
Shawarma King
Staðir sem hafa fengið 1 í einkunn (feitletraðir staðir fengu þá einkunn 2023 eða 2024)
Hraðlestin – Grandagarði
Hagabakarí ehf
Oriental Super Market
Reykjavík Röst Bístró
Verslunin Álfheimar
Miðausturlandamarkaðurinn
Wok-On – Fiskislóð
Sjávarperlur – Kolaportinu
10-11 – Austurstræti*
The Skyr Factory
Prinsinn
KjötMat Meistari ehf
Svansís
Bál – Vín & Grill
Eðalbílar ehf
Bændur í bænum
La Havana Club
Reykjavík Roasters – Freyjugötu
Hlemmur Square
Majó Bakari – Laugarnesvegi 91**
Krambúðin – Skólavörðustíg
Dubliner/Paloma***
Hjá Jóa Fel – Hringbraut
Vietnam Restaurant – Laugavegur
Orange Project kaffihús
Hipstur – Mathöll Höfða
*Í gagnagrunni Heilbriðiseftirlits Reykjavíkur er að finna þrjár mismunandi einkunnir fyrir 10-11 – Austurstræti og er nýjasta einkunn staðarins 3.
**Í gagnagrunni Heilbriðiseftirlits Reykjavíkur er að finna tvær mismunandi einkunnir fyrir Majó Bakari – Laugarnesvegi 91 og er nýjasta einkunn staðarins 2.
***Í gagnagrunni Heilbriðiseftirlits Reykjavíkur er að finna tvær mismunandi einkunnir fyrir Dubliner/Paloma og er nýjasta einkunn staðarins 3.
Þá er rétt að taka fram að sumum stöðunum hefur verið lokað og eru ekki lengur stafandi. Fyrirtækjum gefst tími til að bæta ráð sitt og í því samhengi er hægt að benda á að veitingastaðurinn Metro hefur fengið 1 í einkunn en núna með 3 í einkunn.
Í upphaflegri útgáfu af fréttinni var talað um 19 fyrirtæki en sú tala hefur nú verið uppfærð