Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Heilbrigðisstofnanir beri ábyrgð alvarlegra mistaka en ekki starfsfólkið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram ný áform þess efnis að heilbrigðisstofnanir skulu sæta refsiábyrgðar ef kerfislegur vandi leiðir til alvarlegra atvika. Breytingin væri talsverð fyrir starfsmenn stofnananna en einstaka heilbrigðisstarfsmenn bera ábyrgðina í dag.

Þá segir í áformum Heilbrigðisráðuneytis: „Með því að breyta reglum verður unnt að koma fram refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunum, fremur en einstaka heilbrigðisstarfsfólki, þegar óvænt atvik leiða til dauðsfalls eða stórfellds líkamstjóns, enda megi rekja atvikið til margra samverkandi þátta í starfsemi heilbrigðisstofnunar.“

Bætt öryggi sjúklinga og réttaröryggi starfsmanna

Með bættu öryggi sjúklinga er átt við að þeir hljóti ekki skaða af þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra. Lagt verði upp með að auka öryggi sjúklinga með eflingu öryggismenningar innan heilbrigðiskerfisins og fækkun óvæntra atvika sem hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Talið er að breytingar laganna myndi bæta starfsumhverfi starfsfólksins með skýrara og auknu réttraröryggi.

Tilkynningarskylda og rannsóknir

- Auglýsing -

„Jafnframt er til athugunar að gera breytingar á reglum um tilkynningarskyldu og rannsókn óvæntra atvika þannig að hún fari fyrst og fremst fram hjá embætti landlæknis en ekki einnig hjá lögreglu. Embætti landlæknis geti hins vegar kært mál til lögreglu þegar grunur er um stórkostlegt gáleysi eða ásetning. Hins vegar er ekki ætlunin að breyta þeirri faglegu og starfsmannaréttarlegu ábyrgð sem heilbrigðisstarfsfólk í þessum tilvikum þarf að bera og getur komið fram í viðurlögum af hálfu vinnuveitanda eða embættis landlæknis, s.s. með áminningu, starfsmissi eða sviptingu réttinda.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -