Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Heildarlaun helmings launafólks allt að 859.000 krónur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helmingur launafólks var með heildarlaun á bilinu 533.000 til 859.000 krónur á mánuði í fyrra fyrir fulla vinnu samkvæmt greiningu Hagstofunnar.  Þar eru talin með öll laun einstaklings, þar á meðal yfirvinna, ákvæðisvinna og orlofs- og desemberuppbót. Hlunnindi eru ekki talin með.

Tíu prósent launamanna voru með laun undir 432.000 krónum, en tíundi hver launamaður var með 1.128.000 krónur á mánuði.

Meðalheildarlaun fyrir fulla vinnu voru 754.000 krónur á mánuði í fyrra, en miðgildi launa var 665.000 krónur. 64 prósent launafólks voru með heildarlaun undir meðallaunum, sem er álíka hlutfall og fimm ár þar á undan.

Meðal heildarlaun hækkuðu úr 563.000 krónum á mánuði árið 2014 í 726.000 krónur í fyrra. Tíu prósent voru með laun undir 321.000 krónum árið 2014, en þau viðmið voru komin í 432.000 krónur árið 2019. Á sama tíma hækkuðu neðri mörk í heildarlaunum þeirra tíu prósenta sem höfðu hæst laun úr 852.000 krónum í 1.128.000 krónur á mánuði.

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected].

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -