Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Heilsugæslan sér um kynfræðslu barna í skólum: „Við erum með okk­ar skipu­lag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skólar sinna ekki kynfræðslu heldur Heilsugæslan

Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæsl­unni á Höfuðborg­ar­svæðinu, greinir frá því í viðtali við mbl.is að Heilsugæslan veiti kynfræðslu í skólum landsins.

„Heilsu­vernd skóla­barna er ekki á veg­um skól­anna, það er á veg­um heilsu­gæsl­unn­ar,“ sagði Ragnheiður um málið. „Við erum með okk­ar skipu­lag, sem sagt heilsu­vernd skóla­barna, sem er sam­ræmt á landsvísu og það er sam­ræmt efni sem er á veg­um þró­un­ar­miðstöðvar ís­lenskr­ar heilsu­gæslu,“ og sagði að Heilsugæslan sé ekki samstarfi við Samtökin 78 né önnur fræðslufélag þegar kemur að kynfræðslu.

„Síðan er það ákvörðun hvers skóla­stjórn­enda hvað annað þeir taka inn af ein­hverju auka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -