Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Heimir hættur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson er hættur sem þjálfari jamaíska landsliðsins en hann tók við liðinu árið 2022.

„Hallgrímsson kom til Jamaíka fyrir tveimur árum og hefur hækkað rána í kringum landsliðið ef elju og dugnaði. Jamaíska knattspyrnusambandið og Jamaíka í heild hefur notið góðs af hans störfum. Við þökkum honum fyrir hans framlag og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í tilkynningu knattspyrnusambands Jamaíka.

Samkvæmt heimildum íþróttafjölmiðla vestanhafs andaði köldu milli Heimis og yfirmanna knattspyrnusambands Jamaíka og ákvað Heimir að láta gott heita en upphaflegur samningur hans var til 2026. Heimir stýrði liðinu í 27 leikjum og vann liðið 11 þeirra, gerði sex jafntefli og tapaði tíu.

Það verður áhugavert að sjá hvað Heimir tekur sér fyrir hendur en ljóst er að hann verður eftirsóttur þjálfari á Norðurlöndunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -