„Fyrir kosningar hafði formaður Sjálfstæðisflokksins lýst því yfir að Flokkur fólksins væri álitlegur flokkur til samstarfs í ríkisstjórn. Kannanir höfðu gefið til kynna að þessir tveir flokkar gætu myndað saman stjórn með Miðflokknum sem skýrði pólitíska breimið í Bjarna Benediktssyni. Formaður Miðflokksins taldi stjórn þessara flokka einnig vera einu leiðina til að mynda „borgaralega stjórn þar sem skynsemin yrði látin ráða ríkjum,“ skrifar Heimir og rifjar upp að eftitr að Flokkur fólksins gekk til samstarfs við Viðreisn og Samfylkingun hafi kveðið vlð allt annan tón.

Mynd: Facebook
„Í stað þess að viðurkenna ósigur sinn í auðmýkt og horfast í augu við að flokkurinn ætti við vanda að etja sem hann ræður ekki við, söktu menn sér í sjálfsvorkun og afneitun. Gerðu eins og menn gera stundum í þeim aðstæðum; þeir fóru að kenna öðrum en sjálfum sér um hvernig komið var fyrir þeim,“ skrifar hann.
Morgunblaðið með þá Andrés Magnússon og Stefán E. Stefánsson í fararbroddi fær síðan á baukinn.
„Eiturpennar á Mogganum án alls siðgæðis sem einkennir góða blaðamennsku fóru nú á stjá. Þeir höfðu rekið tærnar í að það „vantað áttunda afrit af eyðublaði númer níu,“ svo vitnaði sé í Megas í skráningu Flokks fólksins hjá ríkisskattstjóra. Annað eins hneyksli höfðu pennar blaðsins, við húrrandi undirtektir þingmanna Miðflokksins og sumra Sjálfstæðismanna, ekki rekið augun í á öllum lýðveldistímanum,“ skrifar Heimir Már og bendir á að „hrútarnir“ hafi ekki fyrir því að nefna að Sjálfstæðisflokkurinn var heldur ekki stjórnmálaflokkur í augum Skattmanns og fjármálaráðuneytisins undir stjórn formanns Sjálfstæðisflokksins.
Grein Heimis, Þegar heiftin nær tökum á hrútaklefanum, má finna í heild sinni hér.