Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Heimir Már hjólar í Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið: „Eiturpennar á Mogganum án alls siðgæðis“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Undanfarnar vikur höfum við orðið vör við hjákátlegt jarm og á köflum hljóð sem minna á væl og öskur út úr hrútakofa biturra manna sem kunna tungu sinni ekki forráð vegna þeirra miklu vonbrigða sem þeir urðu fyrir að afloknum síðustu alþingiskosningum. Þar fór Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta skipti í sögunni undir tuttugu prósent í fylgi,“ skrifar Heimir Már Pétursson, fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2 og nýráðinn framkvæmdastjóri Flokks fólksins, í harðorðri grein á Vísi þar sem hann lýsir Sjálfstæðisflokknum og blaðamönnum Morgunblaðsins með harkalegri hætti en venjulega sést í opinberri umræðu.
Tilefni skrifa Heimis er styrkjamálið og krafan um að Flokki fólksins verði gert að endurgreiða styrkina. Hann rekur árásirnar á Flokk fólksins til þess áfalls sem Sjálfstæðisflokkurinn varð fyrir í liðnum kosningum.

„Fyrir kosningar hafði formaður Sjálfstæðisflokksins lýst því yfir að Flokkur fólksins væri álitlegur flokkur til samstarfs í ríkisstjórn. Kannanir höfðu gefið til kynna að þessir tveir flokkar gætu myndað saman stjórn með Miðflokknum sem skýrði pólitíska breimið í Bjarna Benediktssyni. Formaður Miðflokksins taldi stjórn þessara flokka einnig vera einu leiðina til að mynda „borgaralega stjórn þar sem skynsemin yrði látin ráða ríkjum,“ skrifar Heimir og rifjar upp að eftitr að Flokkur fólksins gekk til samstarfs við Viðreisn og Samfylkingun hafi kveðið vlð allt annan tón.

Heimir Már Pétursson.
Mynd: Facebook

„Í stað þess að viðurkenna ósigur sinn í auðmýkt og horfast í augu við að flokkurinn ætti við vanda að etja sem hann ræður ekki við, söktu menn sér í sjálfsvorkun og afneitun. Gerðu eins og menn gera stundum í þeim aðstæðum; þeir fóru að kenna öðrum en sjálfum sér um hvernig komið var fyrir þeim,“ skrifar hann.

Morgunblaðið með þá Andrés Magnússon og Stefán E. Stefánsson í fararbroddi fær síðan á baukinn.

„Eiturpennar á Mogganum án alls siðgæðis sem einkennir góða blaðamennsku fóru nú á stjá. Þeir höfðu rekið tærnar í að það „vantað áttunda afrit af eyðublaði númer níu,“ svo vitnaði sé í Megas í skráningu Flokks fólksins hjá ríkisskattstjóra. Annað eins hneyksli höfðu pennar blaðsins, við húrrandi undirtektir þingmanna Miðflokksins og sumra Sjálfstæðismanna, ekki rekið augun í á öllum lýðveldistímanum,“ skrifar Heimir Már og bendir á að „hrútarnir“ hafi ekki fyrir því að nefna að Sjálfstæðisflokkurinn var heldur ekki stjórnmálaflokkur í augum Skattmanns og fjármálaráðuneytisins undir stjórn formanns Sjálfstæðisflokksins.

Grein Heimis, Þegar heiftin nær tökum á hrútaklefanum, má finna í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -