Þriðjudagur 11. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Heimir Már ráðinn framkvæmdarstjóri Flokks fólksins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingflokkur Flokks fólksins hefur nú ráðið tvo nýja starfsmenn en það eru þau Heimir Már Pétursson og Katrín Viktoría Leiva.

Í fréttatilkynningu frá Flokki fólksins segir að Heimir Már Pétursson hafi nú verið ráðinn í starf framkvæmdarstjóra og upplýsingafulltrúa þingflokks Flokks fólksins. Þar kemur fram að Heimir Már hafi lokið BA-prófi í stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands árið 1989. Þar segir einnig að Heimir Már eigi langan feril að baki í blaða- og fréttamennsku, lengst af á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi. Þá var hann einnig blaðamaður á Þjóðviljanum og ritstjóri héraðsfréttablaðsins Norðurland á Akureyri 1990 til 1991 áður en hann hóf fyrst störf á Stöð 2 þá um vorið.

Fram kemur einnig að á árunum 1996 til 1999 hafi Heimir Már verið framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins en hann aðstoðaði meðal annars Margréti Frímannsdóttur formann flokksins í viðræðum um sameiningu fjögurra flokka sem síðar urðu að Samfylkingunni árið 2000. 

Heimir Már var einn af stofnendum Hinsegin daga í Reykjavík 1999 og var framkvæmdastjóri þeirra til 2011.

Þá segir einnig í tilkynningunni:

„Aldamótaárið 2000 var Heimir Már ráðinn til landafundanefndar forsætisráðuneytisins sem verkefnisstjóri siglingar Víkingaskipsins Íslendings til Grænlands, Nýfundnalands, meginlands Kanada og Bandaríkjanna. Að loknu landafundaverkefninu var Heimir Már ráðinn upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands í byrjun árs 2001 og gegndi því starfi fram til haustsins 2005 þegar hann var ráðinn fréttastjóri NFS. Hann varð síðar aftur fréttamaður  Stöðvar 2. Á árunum 2011 til 2012 var hann upplýsingafulltrúi Iceland Express en fór þaðan aftur til starfa sem fréttamaður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi þar sem hann starfaði þar til nú.“

- Auglýsing -

Katrín Viktoría Leiva hefur síðan verið ráðin sem lögfræðingur þingflokks Flokks fólksins. Hún lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og ML-prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2014. Hluta meistaranámsins stundaði hún við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Árið 2020 hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum.

Katrín Viktoría Ljósmynd: Aðsend

Fram kemur í tilkynningunni að Katrín Viktoría hafi starfað sem lögfræðingur frár árinu 2014, meðal annars á sviðum kröfuréttar og fjármunaréttar og á sviði persónuverndar. Árið 2020 hóf hún störf hjá Rauða krossinum á Íslandi sem lögfræðingur í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd.  Hún hefur nú verið ráðin til starfa fyrir þingflokk Flokks fólksins.



 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -