Viðræður hafa verið í gangi síðan snemma hausts í fyrra og stóra myndin lá nokkuð ljóst fyrir áður en bókin kom út.
„Þetta er mikill heiður enda einn af bestu leikstjórum kvikmyndasögunnar,“ segir Ragnar í samtali við Frey Gígju Gunnarsson á fréttastofu RÚV.
Áhugi á bókinni kviknaði í fyrrasumar þegar íslenska framleiðslufyrirtækið Truenorth vakti athygli Scott Free á henni.
Sálfræðitryllir
Bókin gerist upp á hálendi þar sem fjórir vinir neyðast til að leita skjóls í veiðikofa. Bókinni hefur verið lýst sem sálfræðitrylli.
„Þótt bókin sé mjög íslensk þá er þetta fyrst og fremst persónusköpun þar sem fjórir vinir eru inni í þessum kofa og eitthvað gerist..“
Verk Ragnars eru slá í gegn út um allan heim en nú hefur bandaríska sjónvarpsstöðin CBS samið um gera þáttaröð upp úr Dimmu, Drunga og Mistri sem er þríleikur um lögreglukonuna Huldu. Útibú Warner Bros í Þýskalandi hefur einnig í hyggju á því að gera þætti upp úr Siglufjarðarbókunum sem hófust með útgáfu Snjóblindu.
„Þetta er svolítið þannig að eitt verkefni kveikir á öðru. Maður er bara mjög heppinn að fá svona þrjá hæfa aðila til að vinna upp úr bókunum og það verður bara spennandi að sjá hvað kemur fyrst, “ segir Ragnar í samtali við fréttastofu.