Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Heimsfrægur kvikmyndaleikstjóri tryggir sér rétt að bók Ragnars: „Maður er bara mjög heppinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Ridley Scott, kvikmyndaleikstjóri er einn fremsti kvikmyndaleikstjóri sögunnar með stórmyndir á borð við Alien, Blade Runner, Thelma & Louise og Gladiator á ferilskránni.
Hann og kvikmyndastjórinn Scott Free heafa tryggt sér kvikmyndarétt að bókinni Úti eftir rithöfundinn Ragnar Jónasson. Ráðgert er að Scott verði framleiðandi að mynd upp úr bókinni ásamt teymi sínu og íslenska framleiðslufyrirtækinu Truenorth. Viðræður eru hafnar við danskan leikstjóra.
Ridley við upptökur á kvikmyndinni Blade Runner árið 1982
Ridley var aðlaður af Bretlandsdrottningu árið 2003 fyrir framlag sitt til breskrar kvikmyndagerðar og hefur þrívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna.

Viðræður hafa verið í gangi síðan snemma hausts í fyrra og stóra myndin lá nokkuð ljóst fyrir áður en bókin kom út.

„Þetta er mikill heiður enda einn af bestu leikstjórum kvikmyndasögunnar,“ segir Ragnar í samtali við Frey Gígju Gunnarsson á fréttastofu RÚV.

Áhugi á bókinni kviknaði í fyrrasumar þegar íslenska framleiðslufyrirtækið Truenorth vakti athygli Scott Free á henni.

Sálfræðitryllir

Bókin gerist upp á hálendi þar sem fjórir vinir neyðast til að leita skjóls í veiðikofa. Bókinni hefur verið lýst sem sálfræðitrylli.

„Þótt bókin sé mjög íslensk þá er þetta fyrst og fremst persónusköpun þar sem fjórir vinir eru inni í þessum kofa og eitthvað gerist..“

Verk Ragnars eru slá í gegn út um allan heim en nú hefur bandaríska sjónvarpsstöðin CBS samið um gera þáttaröð upp úr Dimmu, Drunga og Mistri sem er þríleikur um lögreglukonuna Huldu. Útibú Warner Bros í Þýskalandi hefur einnig í hyggju á því að gera þætti upp úr Siglufjarðarbókunum sem hófust með útgáfu Snjóblindu.

- Auglýsing -

„Þetta er svolítið þannig að eitt verkefni kveikir á öðru. Maður er bara mjög heppinn að fá svona þrjá hæfa aðila til að vinna upp úr bókunum og það verður bara spennandi að sjá hvað kemur fyrst, “ segir Ragnar í samtali við fréttastofu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -