Fimmtudagur 17. október, 2024
6.8 C
Reykjavik

Helga Braga opnar sig um fósturmissi: „Ég brotnaði alveg í spað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Helga Braga Jónsdóttir hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en hún ræddi lífið og tilveruna í þættinum Segðu mér á Rás 1 fyrir stuttu. Ræddi hún meðal annars um æsku sína á Akranesi og drauminn um barneignir.

„Svo er það frekar seint sem ég kynnist manni og við vorum ákveðin í því að eignast börn,“ sagði Helga í viðtalinu. „Ég varð ólétt og missti það frekar seint á meðgöngu.“ Eftir það fór Helga í glasafrjóvgunarferli sem tók á hana. „Þetta var draumur og ég reyndi alveg þangað til á fimmtugsaldri og ég man að í síðustu frystingunni, síðasta fósturvísinum, þá fóru mamma og vinkona mín með mér og það kom í ljós að sá fósturvísir hafði ekki lifað af frystinguna og þá brotnaði ég,“ sagði leikkonan um málið. „Af því að ég sá fram á að þessi draumur yrði ekki að veruleika.“

Varð síðar stjúpmamma

„Ég brotnaði alveg í spað og leyfði mér að gera það,“ hélt Helga áfram. „Síðan reis ég upp hægt og rólega og tók þá ákvörðun að ég ætlaði bara að gera það sem mér fannst skemmtilegt. Svo var annað sem ég skammaðist mín mjög mikið fyrir og var hluti af þessu. Ég var svolítið fegin, og það er tabú. Að viðurkenna það fyrir sjálfri mér að ég var fegin.“

Sambandið lifði þetta ekki af að sögn Helgu en hana langaði ekki til að vera einstæð móðir þó hún hafi verið alin af einstæðri móður sinni sjálf. Álagið sé gríðarlegt. Hún varð þó síðar stjúpmamma og dýrkar öll sex stjúpbörn sín.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -