Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Helga segir yfirlækni ýta undir fordóma í tengslum við ADHD „Fólkið með stóru tilfinningarnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Frábært bara. Akkúrat það sem adhd gengið þurfti á að halda. Svona til að auka aðeins fordómana í þjóðfélaginu,“ skrifar Helga Flosadóttir í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni í vikunni en Mannlíf fékk leyfi til þess að birta skrifin. Í pistlinum gagnrýnir Helga viðtal Vísis, við Halldóru Jónsdóttur, yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Í viðtalinu segir Halldóra sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum. Greindi hún jafnframt frá því að ákveðið hafi verið að ráðast í rannsókn á tengslum örvandi lyfja við geðrof og örlyndi.

Helga bendir á í pistli sínum að lengi hafi verið vangaveltur um rangar greiningar í þjóðfélaginu.
„Ég þekki bara ekki nokkurn kjaft, sem ég hef heyrt að hafi hoppað í geðrof af adhd lyfjunum sínum, verandi svo sannarlega með adhd. Er nú ekki einhver maðkur í mysunni þarna? Hef nú aðeins heyrt í fólki og það er ýmislegt sem getur leitt til geðrofs, sem er nú ekki hægt að segja að sé bara vegna réttrar notkunar lyfjana. Þannig að jú, endilega rannsakið þetta. Svo er það nú þessar endalausu pælingar í þjóðfélaginu að fólk sé ofgreint og allir á lyfjum og what not. Ég er ennþá á því að það sé frekar vangreining hér heldur en hitt. Ég mun ekki haggast frá þeirri skoðun. Hins vegar er það nú svo að það þurfa ekki allir lyf, sem eru með adhd.“

Helga rekur þá hin ýmsu atvik sem einkenna fólk með ADHD.

„Hugsið nú aðeins til baka. 

Skrítni einbúinn. 

Krakkinn hangandi i gardínunum.

- Auglýsing -

Krakkinn sem var alltaf í gipsi.

Konan sem er alltaf bakandi, þrífandi, saumandi og straujandi. 

Kallinn sem er alltaf með hamar, sög eða borvél á lofti.

- Auglýsing -

Gaurinn sem er alltaf i slagsmálum.

Allur mannskapurinn sem þrífst á adrenalíni.

Liðið í skorpuvinnunni.

Mannskapurinn sem er alltaf flytjandi. 

Gaurinn sem er alltaf að gefa vinum sínum eitthvað til að missa þá ekki.

Stelpan sem þagði alltaf.

Mannskapurinn i neyslu(selfmedication).

Spilafíklarnir.

 

Fólkið með stóru tilfinningarnar.

Fólkið með stóra hjartað.

Fólkið með litla hjartað.

Fólkið með stóra skapið.

Fólkið með mikla hressið.

Fólkið með miklu sorgina.

Fólkið  sem talar alltaf öskrandi.

Unglingsstelpan sem varð alltaf skotin i öllum strákum sem yrtu á hana. 

Stelpan sem var alltaf i ástarsorg.

Stelpan sem var alltaf með hælsæri því hún gat bara alls ekki beðið eftir rétta skónúmerinu i búðinni.

Stelpan sem fór eftir öllum reglunum og gat ekki labbað yfir á rauðum kalli, um hánótt og ekki kjaftur í sjónmáli, ekki heldur sem fullorðin kona. 

Stelpan sem fór að gráta því hún gleymdi pening fyrir skíðaferðalaginu.

Stelpan sem fór all in i músíkina sem hún hlustaði á og vissi allt um listamennina.

Stelpan sem lærði alla músík textana en getur ekki munað staf í nýju músikinni, sem fullorðin kona. 

Stelpan sem ákvað að horfa ekki á fréttir þegar hún sá hungruðu börnin i eþópíu og forðast þær eins og heitan eldinn 30 árum síðar.

Konan sem getur eiginlega ekki horft á sannsögulegar myndir.

Stelpan sem grætur þegar hún les um hörmungar heimsins og skánar ekki með aldrinum. 

Unga konan sem er með svo ljóslifandi ímyndunarafl að hún er ekki enn búin að jafna sig eftir lestur fréttar sem Óli tynes varaði viðkvæma við, rúmum 20 árum síðar. 

Munnræpan sem fer svo út fyrir efnið að hún man ekki hvað hún hvað hún sagði.

Hirðfíflið.

Stelpan sem lenti alltaf i slagsmálum því hún var að verja minnimáttar.

Stelpan sem fór svo i verkalýðsmálin.

Stelpan sem er korter í burnout á fullorðinsárum því álagið kemur úr öllum áttum.

Unga konan sem gat ekki horft á sjónvarp öðruvísi en að prjóna.

Konan sem getur ekki horft á sjónvarp öðruvísi en að vera að skrolla símann.

Stelpan sem mundi allan fjandann í den en man ekki hvað hún gerði í gær.

Stelpan sem var alltaf mættust en gleymir að fara til mömmu sinnar trekk i trekk. 

Konan sem talar hraðar en hún hugsar og er bullandi málhölt.

Stelpan sem fór alltaf snemma að sofa en tekur reglulega vökuna, sem fullorðin kona, því hausinn stoppar ekki.

Unga konan sem var góð kærasta en gefur sér ekki tíma til að bjóða kallinum í pulló og sleik. 

Stelpan sem var einu sinni skemmtileg en á fullorðinsárunum kjaftar alla úr samtalinu.

Stelpan sem þoldi ekki gaur í 20 ár vegna þess að hún beit í sig að hann hefði lúbarið hestinn sinn, þegar gekk illa í keppni, en kemst að því sem kona, að það var bróðir hans sem lamdi hestinn.

Konan sem verður að vera i djöfulgangi annars fúnkerar hún ekki, hún nefnilega veit að hún stendur ekki upp aftur það skiptið. 

Stelpan sem horfði mikið á sjónvarp en sest kannski 2 sinnum i mánuði i sófann, sem kona, þegar hún veit að hún “má” sofna yfir sjónvarpinu.

Stelpan sem vaknaði alltaf á undan klukkunni en sefur reglulega yfir sig sem kona.

Unga konan sem missti af brúðkaupi góðra vina því hún beit i sig að það væri klukkuríma seinna. 

Stelpan sem passaði bróðir sinn mikið en er andlega fjarverandi mamma i dag.

Stelpan sem lærði fyrst og lék svo, en á fullorðinsárunum geymir allt fram á síðustu stundu og jafnvel skrópar.

Konan sem getur ekki pakkað niður vegna því hún er sjúklega hrædd um að gleyma einhverju.

Mamman sem gleymir iðulega að græja og gera eitthvað í sambandi við börnin.

Konan sem kaupir bæði því hún getur bara alls alls alls ekki valið. 

Konan sem hoppar sjö sinnum inn því hún gleymir einhverju á leiðinni út í bíl. 

Konan sem fær áráttu fyrir allskonar og annað kemst ekki að á meðan.

Konan með miklu straxveikina, að hún er bara out of order, þar til hún fær eða gerir það sem greip áhugann.

Konan sem vinnur við þrif og á gjörsamlega allar græjurnar.

Konan sem ætlaði bara að flytja inn barnaföt en er flytjandi inn allan fjandann. 

Konan sem gefur sér ekki tíma í að setja inn vörur á heimasíðuna sína en er með trilljón fb síður í staðinn. 

Stelpan sem týndi aldrei neinu en finnur ekki eitthvað, sem kona, vegna þessa að einhver færði það um 10 sentimetra.

Konan sem vill vera allstaðar en þó hvergi.

Konan sem þarf rútínu og á bágt með öll frí. 

Excelstelpan sem er farin svo langt út fyrir rammann að hún ratar ekki heim.

Stelpan sem missir tökin sem fullorðin kona. 

Stelpan sem þekkir ekki þessa konu.

Ég var þessi stelpa en er þessi kona. 

Þekkir þú svona fólk? Ert þú svona fólk?’’

Þess má geta að Helga er með opið Snapchat, Helga Flosa, en þar ræðir hún hin ýmsu mál – ADHD meðal annars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -