Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Helga slapp naumlega frá skotárás skæruliða: „Þetta eru strákar sem eru oft dópaðir og ruglaðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Þórólfsdóttir var heppin að sleppa lifandi þegar hún lenti í skotárás skæruliða í Líberíu í september 1994.

Helga starfaði sem félagsráðgjafi fyrir Rauða krossinn á þessum tíma en hún hafði unnið í Sómalíu og Líberíu um nokkurt skeið, þegar hún varð fyrir þeirri hræðilegu lífsreynslu að lenda afar óvænt í skotárás skæruliða í Líberíu. Helga var í bílalest starfsmanna Rauða krossins og friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna, á leið til Monróvíu, höfuðborg Líberíu, þegar skæruliðahópar, sem réðu á svæðinu sem þau voru að keyra í gegn um, hófu að skjóta á hvorn annan. Helgu leyst ekki á blikuna eftir að skothrífin hófst og yfirgaf bíl sinn og hljóp í burtu. Vegna mikillar úrkomu neyddist Helga til að skríða um í drullu á flóttanum.

Litlu munaði að hún léti lífið í árásinni en þrír friðargæsluliðar voru skotnir til bana. Það var ekki fyrr en einum og hálfum klukkutíma eftir að árásin hófst, að Nígeríski herinn gat stöðvar hana. Í viðtali við DV á þeim tíma sagðist Helga aldrei ætla að snúa aftur til Líberíu.

Hér má sjá umfjöllun DV um skotárásina:

Vorum heppin að lifa þetta af

- Auglýsing -

-segir Helga Þórólfsdóttir sem lenti í skotárás skæruliða í Líberíu

„Maður bara hugsaði um að hlaupa og koma sér í burtu. Það var skotið úr öllum áttum og maður vissi ekki lengur hvaðan skothríðin og sprengjurnar komu. Við hlupum og hlupum, ofan í skurði og það var rigning þannig að við skriðum í drullunni. Við vorum í mikilli hættu og við vorum mjög heppin að lifa þetta af. Ég hugsaði allan tíma þetta er ekki mitt síðasta. Ég ætla mér að komast í gegnum þetta,“ segir Helga Þórólfsdóttir félagsráðgjafi sem lenti í því að skotárás var gerð á bílalest sem hún var í á leið frá Líberíu til Monróvíu fyrir skömmu. Þrír friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna létust í árásinni en Helga, sem hefur starfað á vegum Rauða kross Íslands í Líberíu sl. þrjá og hálfan mánuð, slapp naumlega ásamt öðru starfsfólki Rauða krossins og friðargæsluliðum sem með henni voru. „Við vorum að starfa inni á svæði þar sem var ákveðinn skæruliðahópur sem hafði völdin. Þegar þessi hópur byrjaði síðan að berjast innbyrðis varð algjört stjórnleysi þannig að við urðum að flýja. Við ætluðum að reyna að komast til landamæranna en við vorum stoppuð af og haldið af hermönnum í einn sólarhring. Við komumst til friðargæsluliðanna, sem eru Tansaníumenn, næsta dag og þar vorum við næstu tíu dagana og reyndum að finna leiðir til að komast til Monróvíu.“ Helga segir að þegar hópurinn lenti í skotárásinni hafi hann verið kominn inn á svæði annarra skæruliða. „Við vitum í raun ekki af hverju þessi árás var gerð og það voru í raun allir óviðbúnir því að það yrði gerð árás á okkur á þessum stað. Við vorum stöðvuð af hermönnum við vegatálma. Skyndilega heyrði ég að það var skotið. Svo heyrðist annað byssuskot og því næst heyrði ég vélbyssuskot. Þá ákvað ég að yfirgefa bílinn og hljóp í burtu. Þá byrjuðu þeir að skjóta sprengjuvörpum og þá svöruðu Tansaniumennimir.“ Helga segir að þetta hafi síðan endað með því að skriðdrekar frá Nígeríumönnum hafi komið og stoppað átökin eftir einn og hálfan tíma.

Ætlar aldrei aftur til Líberíu

Helga er nú stödd í Genf en hún er á leið í smáfrí til Írlands. Að því loknu ætlar hún að koma heim til Íslands og taka sér frí í nokkrar vikur þar til hún verður send eitthvað annað á vegum Rauða krossins. „Það eru flestir sammála um að Líbería sé eitt af fáum löndum í heiminum þar sem það er alveg á mörkunum að það sé hægt að vinna þar vegna þess að hermennirnir þar eru gersamlega óagaðir. Þetta eru strákar sem eru oft dópaðir og ruglaðir og gersamlega óútreiknanlegir. Það er ekkert land eins slæmt og Líbería þannig að við sem unnum þarna erum ákveðin í að fara aldrei þangað aftur,“ sagði Helga að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -