Helga Vala Helgadóttir lætur sig dreyma um léttlest milli miðborgar Reykjavíkur og Keflavíkur.
Lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir skrifaði færslu á Facebook í morgun þar sem hún talar um það hversu gott það væri ef Reykvíkingar hefðu „alvöru og kröftugri almenningssamgöngur.“ Bætti hún við: „Það myndi minnka verulega tuð um bílastæði og bílastæðagjöld (fyrir utan augljósa þörf vegna loftslagshamfara).“
Að lokum stingur hún upp á léttlest á milli miðborgar Reykjavíkur og Keflavíkur. „Já og svo fyrst ég er byrjuð þá legg ég á og mæli um að lögð verði léttlest milli miðborgar RVK og Keflavíkur með viðkomu í Mjódd, Kóp Gbæ og Hafnarfirði.“