Helga Vala Helgadóttir hnýtir í þingkonu Sjálfstæðisflokksinsins á Facebook.
Lögmaðurinn og fyrrum þingkonan Helga Vala Helgadóttir skýtur létt á Berglindi Hörpu Svavarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndi í fréttum RÚV í gær yfir því að íslenskir læknanemar erlendis, fái ekki sömu tækifæri og þeir sem læra hér á landi.
„Ég tel rétt að minna umræddan þingmann á að það er varaformaður flokks hennar sem er fjármálaráðherra og hennar ríkisstjórn sem með meirihluta þings ákveður hvaða fjármunir eru til reiðu fyrir heilbrigðisstofnanir landsins til að taka læknanema í starfsnám,“ skrifaði Helga Vala og bætti við: „ Hún ætti því að beina athyglinni að því starfi sem nú er inni í fjárlaganefnd, því ég er viss um að það væri mun betra ef læknadeild Háskóla Íslands fengi heimild til að taka inn fleiri nemendur en 60 á ári í læknanám enda læknaskortur mikill og fer vaxandi. Það er vegna þessarar miklu takmörkunar á aðgengi að læknanámi á Íslandi sem nemar fara kostnaðarsamt nám utan. Byrjum á að hleypa fleirum í námið hér.“