- Auglýsing -
Helga Vala Helgadóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar skýtur föstum skotum á forsætisráðherra Íslands í færslu á Facebook. Tilefnið er ný skoðunarkönnun Maskínu á traust almennings til ríkisstjórnarinnar.
„Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lýsti yfir afdráttarlausu trausti allra ráðherra og allra stjórnarflokka í garð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í hádegisfréttum. Hvergi kusk að finna á því trausti.
Á sama tíma hrapar ríkisstjórnin í trausti almennings. Hvað varð um að auka traust á stjórnmálum sem var aðalmarkmið forsætisráðherra á síðasta kjörtímabili. Hvað varð um orð hennar um vönduð vinnubrögð. Hvað varð um prinsipp hreyfingarinnar framboðs?“
Færsla Helgu Völu vakti mikil viðbrögð en hátt í 100 manns líkaði við hana og fjölmargir skrifðu færslu við hana. Þar á meðal Þór Saari: „Það er sendiherrastaða framundan hjá Katrínu.“