Helga Vala Helgadóttir spyr hvort það sé enginn heilbrigðisráðherra á Íslandi og beri ábyrgð á ástandinu á Bráðamóttökunni.
Hryllilegt ástand Bráðamóttökunnar hefur verið í fréttum síðustu daga en dæmi eru um að sjúklingar hafi þurft að liggja á gólfinu og á köldum stálbekkjum. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði færslu í gær á Facebook þar sem hún furðar sig á því að enginn sé kallaður til ábyrgðar á ástandinu og látinn svara fyrir það. Spyr hún hvort það sé yfirleitt heilbrigðisráðherra á landinu.
Færlan er hér í heild sinni:
„Hlusta á fréttatímann þar sem fjallað er um hættuástand á Landspítala, m.a. Bráðamóttöku. Þar er fjallað um þetta eins og eitthvað náttúrulögmál en engin tilraun gerð til að leita svara þar sem ábyrgðin liggur; hjá stjórnvöldum. Er kannski enginn heilbrigðisráðherra á Íslandi? Hvað hafa þau sem bera ábyrgð á þessu um þetta að segja? Hvar er Willum? Hvar (hver) er formaður velferðarnefndar Alþingis? Er enginn heima?