Helga Vala Helgadóttir býst við að ríkisstjórnin ákveði á fundi í dag að senda palestínsku drengina ekki úr landi.
Lögmaðurinn og fyrrverandi þingkonan Helga Vala Helgadóttir skrifaði rétt í þessu stutta en hnitmiðaða Facebookfærslu þar sem hún tekur fyrir mál palestínsku drengjana sem Útlendingastofnun hyggst reka úr landi á næstunni. Segir hún að engin stjórnvöld með „snefil af sómakennd og mennsku“ reki börn á götuna í Grikklandi.
Færsluna má lesa hér:
„Við sendum ekki fylgdarlaus börn á götuna í Grikklandi. Það gera engin stjórnvöld með snefil af sómakennd og mennsku. Þannig er það bara.
Ég vænti þess að tíðinda verði að vænta eftir ríkisstjórnarfund núna á eftir. Þetta er einfaldlega ekki í boði.“