Föstudagur 17. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Helgi Grímsson stingur upp á samræmdu stúdentsprófi: „Þar erum við þó að ræða um fullorðið fólk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur tekur undir með Kennarasambandi Íslands um að samræmd próf í grunnskóla séu varasöm en stingur upp á slíkum prófum í framhaldsskólum.

Helgi skrifaði athugasemd við frétt RÚV þar sem rætt var við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands um hugmyndir Viðskiptaráðs um að taka þurfi aftur upp samræmd próf í grunnskólum. Kennarasambandið tekur ekki undir þær hugmyndir og segja slík próf vera tímaskekkju. Í athugasemd við frétt RÚV á Facebook, segir Helgi hvað það er sem ræður mestur um námsárangur grunnskólanemenda:

„Rannsóknir sýna að það sem ræður mestu um námsárangur grunnskólanemenda er menntunarstig foreldra. Því næst hvaðan fjölskyldutekjur koma (tekjur af atvinnu/ tekjur frá hinu opinbera).“

Í næstu orðum sínum tekur Helgi undir orð Magnúar Þórs og telur varasamt að gefa einu prófi svo mikið vægi í lífi barna.

„Samræmd próf gefa skyndimynd af frammistöðu á tilteknum tíma á tilteknum degi. Það er varasamt að veita einu prófi svona mikið vægi í lífi barns og horfa framjá námsárangri og vinnu barnsins undanfarna mánuði/ misseri. Þá er ekkert að því að slembival ráði því í hvaða nemendur komist inn í hvaða framhaldsskóla ef umsóknir eru fleiri en plássin.“

Að lokum kemur Helgi með þá hugmynd að taka upp samræmd stúdentspróf.

„Nær væri síðan að taka upp umræðu um samræmd stúdentspróf. Þar erum við þó að ræða um fullorðið fólk og hverjir komast í hvaða fagnám eins og hjúkrun, læknisfræði og verkfræði. Væntanlega skipir það okkur máli sem samfélag hverjir fara í hvaða háskólanám – frekar en framhaldsskóla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -