Helgi skrifaði athugasemd við frétt RÚV þar sem rætt var við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands um hugmyndir Viðskiptaráðs um að taka þurfi aftur upp samræmd próf í grunnskólum. Kennarasambandið tekur ekki undir þær hugmyndir og segja slík próf vera tímaskekkju. Í athugasemd við frétt RÚV á Facebook, segir Helgi hvað það er sem ræður mestur um námsárangur grunnskólanemenda:
„Rannsóknir sýna að það sem ræður mestu um námsárangur grunnskólanemenda er menntunarstig foreldra. Því næst hvaðan fjölskyldutekjur koma (tekjur af atvinnu/ tekjur frá hinu opinbera).“
Í næstu orðum sínum tekur Helgi undir orð Magnúar Þórs og telur varasamt að gefa einu prófi svo mikið vægi í lífi barna.
Að lokum kemur Helgi með þá hugmynd að taka upp samræmd stúdentspróf.