Laugardagur 28. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Helgi Magnús var óviðeigandi en heldur starfinu: „Um ítrekaða háttsemi að ræða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að Helga Magnús Gunnarssyni verði ekki vikið úr starfi sem vararíkissaksóknar. Greint er frá þessu á heimasíðu stjórnarráðsins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á að Helgi yrði leystur frá störfum

„Það er afstaða dómsmálaráðherra að ummæli vararíkissaksóknara hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur hafi þau einnig verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild. Í því samhengi skipti máli að ummælin beindust meðal annars að innflytjendum og flóttafólki, tilteknum samtökum og einstaklingi sem starfar sem lögmaður. Þá var um ítrekaða háttsemi að ræða, sem var jafnframt sama eðlis og viðkomandi embættismaður fékk áminningu fyrir tveimur árum áður,“ stendur í tilkynningunni um málið.

„Á hinn bóginn var tjáning vararíkissaksóknara sett fram við sérstakar aðstæður, það er í umræðu um aðila sem hótaði vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans ofbeldi og hafði af þeirri ástæðu hlotið dóm. Sú staða hafði áhrif á mat á svigrúmi vararíkissaksóknara til tjáningar í þessu samhengi. Með vísan til þess og á grundvelli meðalhófs er það niðurstaða dómsmálaráðherra að veita vararíkissaksóknara ekki lausn um stundarsakir.

Ráðherra átti fund með Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og annan fund með Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara mánudaginn 9. september þar sem hún kynnti þeim þessa niðurstöðu sína.“

Í tilkynningunni er undirstrikað að þó að dómsmálaráðherra sjái um að skipa í stöðu vararíkissaksóknara þá getur ríkissaksóknari veitt honum áminningu en Helgi Magnús hefur látið hafa það eftir sér að hann efist um að það sé tilfellið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -