Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Helgi Seljan – Landsréttur staðfestir sýknu í máli hans og RÚV

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Landsréttur staðfesti í dag sýknu Héraðsdóms í máli manns gegn Helga Seljan og Ríkisútvarpinu. Maðurinn krafðist bæði miskabóta vegna ærumeiðinga og ómerkingu ummæla sem féllu í Kastljósi árið 2015, um meinta refsiverða háttsemi hans í garð fyrrum eiginkonu hans og barna. Dómstóllinn komst að þeirri niðustöðu vinnubrögð hefðu verið fagleg og teldust til góðra starfshátta.
Umæli í samhengi við umræðu

Landsréttur tók undir niðurstöðu Héraðsdóms um að ummælin hefðu verið í samhengi við umræðu um úrræðið nálgunarbann og hefði viðmælandi verið að ræða um vernd brotaþola og skort á gagnsemi úrræðisins.

„Hefði tilgangur umfjöllunarinnar þannig ekki verið að fjalla um persónuleg málefni stefnanda sem slík heldur að draga athygli áhorfandans að málefni sem hefði samfélagslega skírskotun“ segir í dómnum.

Umfjöllunin byggði á staðreyndum

Í dómnum segir að við slíka ögrandi framsetningu fjölmiðlaefnis fylgi sú krafa að þau byggi á traustum grunni. Umfjöllunin var samkvæmt dómnum byggð á nægilega traustum grundvelli til þess að teljast til góðra starfshátta blaðamanna. Umfjöllunin hefði byggst á staðreyndum og sett fram með óhlutdrægnum hætti.

Hinn áfrýjaði dómur Héraðsdóms var því óraskaður og var málskostnaður fyrir Landsrétti felldur niður. Dómstóllinn varð ekki við kröfu hinna sýknuðu um að stefnandi greiði málskostnað beggja aðila.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -