Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Helgi Seljan um fölsunarásakanir Samherja: „Þessi skýrsla fannst svo degi seinna hjá Verðlagsstofu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég veit til dæmis fyrir víst, vegna þess að mér hefur verið sagt það, að þegar Samherji dúkkaði upp með þessa ásökun sem meikar náttúrlega engan sens um að við hefðum falsað eitthvert skjal og einhverja skýrslu og drógu fram held ég stóran hluta af skipuritinu sínu til að leika í einhverju myndbandi fyrir sig til að ræða það, þá vísuðu þeir í að þessi stofnun, sem hafði áður viðurkennt opinberlega að það hefði verið rannsókn í gangi á þessum útflutningi Samherja á þessum tíma, kannaðist ekki við að þessi skýrsla væri til.

Ég veit það núna, af því að ég hef fengið það staðfest, að þessi skýrsla fannst svo degi seinna eða eitthvað hjá Verðlagsstofu, en einhverra hluta vegna ákvað stofnunin að bíða með það í marga daga að birta þessa skýrslu og birta hana þá ekki sjálf heldur fékk hún Samherja til að birta hana á meðan ég sat undir því að vera kallaður falsari; það skipti svo sem engu máli af því að það stóð ekki steinn undir steini í þessu. En þú getur rétt ímyndað þér að það skipti máli að það sé gert rétt upp fyrir eftirlitsstofnun sem á að hafa eftirlit með stórum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Ég held að fólk átti sig almennt ekki á því hvernig kaupin gerast á eyrinni og þá er ég ekki bara að tala um Eyrina fyrir norðan heldur á öllum þessum eyrum hringinn í kringum landið, þar sem menn eru að veiða fisk og koma með að landi. Undantekningarlaust eru sjómenn í þeirri stöðu að þeir eru í raun og veru að treysta á uppgjör í viðskiptum sem eiga sér stað á milli sama mannsins, sem er útgerðarmaðurinn þeirra. Þetta er stofnunin sem á að vera varðhundurinn fyrir sjómenn; að passa upp á að þessi viðskipti séu gerð á eðlilegum grunni. Og það að hún hafi gert þetta segir eiginlega allt sem segja þarf um það hvernig „mentalitetið“ virðist vera inni á þessari stofnun.“

Viðtal Reynis Traustasonar við Helga Seljan.

Opinskátt helgarviðtal Mannlífs við Helga Seljan má nálgast hér. Einnig er hægt að næla sér í ókeypis eintak í verslunum Bónuss og Hagkaupa. 

Hægt er að horfa á viðtalið í VefTV hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -