Lögreglu barst tilkynning í gærkvöld um vopnað rán í hverfi 105. Tilkynnandi sagði geranda hafa ógnað manni með skotvopni og krafið hann um peninga. Lögregla handtók geranda skömmu síðar og var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsókn málsins. Í Kringlunni var tilkynnt um þjófnað og er málið í rannsókn.
Í Breiðholti hringdi áhyggjufullur vegfarandi í lögreglu og sagðist hafa séð farþega bifreiðar sitja með ungabarn í fanginu. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort viðkomandi hafi náðst. Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir en allir voru þeir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess barst lögreglu tilkynning um hugsanlega fíkniefnasölu, skemmdarverk í Garfarvogi og eld sem logaði í Árbænum.