Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður er látinn, 49 ára að aldri en hann varð bráðkvaddur.
Hendrik var þekktur þjónn og veitingamaður en hann var viðriðinn veitingabransann í um 30 ár. Árið 2021 stofnaði hann fyrirtækið H veitingar sem hefur annast veisluþjónustu og rekið veislueldhús í Reykjavík og á Hvanneyri. Þá hann rak einnig 59 Bistro Bar í Grundarfirði á árum áður. Þá var hann annar eigandi Players í Kópavogi á sínum tíma.
Hendrik var sonur Kristínar Benediktsdóttur og Hermanns Gunnarssonar, eða Hemma Gunn eins og hann var ætíð kallaður, en þeir feðgar þóttu líkir, bæði í útiliti og hressleika. Hendrik lætur eftir sig soninn Benedikt, fæddur árið 2000.
Mannlíf vottar fjölskyldu og vinum Hendriks innilegar samúðarkveðjur.