Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Hera Björk fékk send ljót skilaboð: „Ég hefði helst viljað fá að taka utan um þá“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hera Björk Þórhalldsóttir segir síðustu vikur hafa verið erfiðar en lærdómsríkar, í viðtali á Bylgjunni í morgun.

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir kom í viðtal í þáttinn Í bítið á Bylgjunni í morgun, í kjölfar þess að RÚV tilkynnti í gær að hún muni keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision í maí með lagið Scared of Hights. Stjórn RÚV hafði þá legið undir feldi um nokkurt skeið eftir að þess var krafist að óháðir aðilar yrðu fengnir til að rannsaka framkvæmd kosninganna í Söngvakeppni sjónvarpsins en hægt var að sýna fram á ýmsa vankanta sem allir hölluðu á Palestínumanninn Bashar Murad, sem vann fyrri kosninguna með yfirburðum en tapaði í úrslitaeinvíginu fyrir Heru Björk. En nú er það sem sagt orðið opinbert, Hera Björk keppir í Malmö í Svíþjóð í maí.

Í upphafi viðtalsins var hún spurð hvernig þetta sé búið að vera. „Þetta er búið að vera ansi skrítið og erfitt og bara mjög lærdómsríkt. Og svona opinberandi og alls konar.“ Síðar í viðtalinu segir hún frá leiðinlegum skilaboðum sem hún hafi fengið frá vanstilltum einstaklingum.

„Ég get alveg sagt ykkur það að ljótasta hliðin á þessu eða erfiðasta hliðin er sú sem snýr að því að mér eru send persónuleg skilaboð.“ Sagði hún að sum skilaboðin hafi verið einhvers konar hópskilaboð, sem voru kurteisisleg og mörg þeirra alveg eins. Í skilaboðunum var þrýst á að hún færi ekki til Malmö í maí.

„En önnur voru frá aðilum sem ég hefði helst viljað fá að taka utan um þá og þegar. Það var greinilegt að þar vantar eitthvað mikið upp á að upplýsa og hlúa að þeim einstaklingum, því það var þannig myndefni og þannig ljót skilaboð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -