Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Héraðssaksóknari þegir þunnu hljóði um meint kynferðisbrot á þroskahamlaðri konu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Varahéraðssaksóknari svarar ekki hvort hópur manna verði ákærðir vegna gruns um kynferðisbrot gegn þroskahamlaðri konu sem starfaði fyrir einn mannanna.

Sjá einnig: Verslunarstjóri grunaður um kynferðisbrot gegn fatlaðri starfskonu sinni

Karl Ingi Vilbergsson, varahéraðssaksóknari, hefur ekki enn svarað spurningum Mannlífs sem hann fékk sendar fyrir ellefu dögum síðan og ítrekun nokkrum dögum síðar. Þá hefur Mannlíf einnig hringt í embættið og ýtt á eftir svörum en enn bólar ekki á þeim. Var blaðamanni tjáð að Karl Ingi Vilbergsson, varahéraðssaksóknari svarðaði fyrir málið. Spurningarnar varða meint kynferðisbrot gegn þroskahamlaðri konu sem starfaði í stórverslun í Reykjavík en fyrrverandi verslunarstjóri og yfirmaður konunnar er talinn hafa brotið á konunni um nokkurt skeið.

Samkvæmt lögreglunni, sem rannsakað hefur málið, voru fleiri sakborningar rannsakaðir, grunaðir um kynferðisbrot á konunni. Málið er nú á borð héraðssaksóknara, sem þarf að taka ákvörðun um það hvort mennirnir verði ákærðir eður ei.

Samkvæmt upplýsingum Mannlífs hafði maðurinn unnið sem verslunarstjóri hjá þekktri verslunarkeðju hér á landi en verið nýtekinn við verslunarstjórastöðu í annarri þekktri verslunarkeðju, en hafi verið látinn taka poka sinn þegar málið kom upp.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -