Mánudagur 25. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Herði Magnúsi fannst gott að komast heim í endurhæfingu: „Það er létt­ara að vera nær sínu fólki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Varnarmaðurinn knái, Hörður Björgvin Magnússon á afmæli í dag. Er hann 29 ára í dag. Hörður Björgvin er bæði leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og rússneska félagsliðsins CSKA Moskva.

Hörður hóf knattspyrnuferilinn með Fram en árið 2011 fór hann til ungmennaliðs Juventus á Ítalíu. Frá 2014 – 2016 var hann í láni hjá Seria B deildarliðsins Spezia Calcio og Serie A liðsins A.C. Cesena. Árið 2016 fór Hörður í ensku Meistaradeildina þar sem hann lék með Bristol City og skrifaði þar undir þriggja ára samning. Þvínæst lá leið hans til Rússlands þar sem hann leikur með CSKA Moskvu.

Hörður Björgvin hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu frá árinu 2014 en árið 2017 skoraði hann, eins og frægt er orðið, sigurmark Íslands gegn Króatíu í undankeppni HM, á lokamínútum leiksins.

Okkar maður sleit hásin í fyrra og hefur verið í stífri endurhæfingu eftir að hann fór í aðgerð í Finnlandi hjá einum helsta sérfræðingi í hásinuaðgerðum. Hörður er byrjaður að spila aftur með félagsliði sínu og því framtíðin nokkuð björt. Morgunblaðið tók við hann viðtal um meiðslin og batann fyrir tveimur mánuðum. Þar sagðist hann meðal annars hafa komið heim til Íslands í fjóra mánuði í endurhæfingu. Það hafi verið gott að komast heim.

„Það var þægi­legt að vera í sínu um­hverfi hér heima. Það er létt­ara að vera nær sínu fólki og auðvelt að kom­ast í hluti sem maður þarf á að halda. Maður á ekki marga að úti í Moskvu. Þegar ég kom aft­ur út var mér sagt að það yrði erfiðasti tím­inn vegna þess að þá skap­ast hætta á öðrum meiðslum. Það gerðist ekki og ég er því mjög sátt­ur.“

Mannlíf sendir Herði Björgvini kærar afmæliskveðjur!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -