Tónlistaparið og tónskáldin Herdís Stefánsdóttir og Dustin O´Halloran hafa sett þakíbúð sína í Skeljanesi í Skerjafirði á sölu.
Íbúðin er gullfalleg, byggt árið 1940, 84 fermetrar, 3 herbergi og 2 svefnherbergi. Ásett verð er 69.900 milljónir.
Þau Herdís og Dustin eru bæði þekkt í kvikmyndaheiminum fyrir tónlist sína en Herdís hefur þó aðallega samið tónlist fyrir hina ýmsa þætti, bæði hérlendis og erlendis, ber þar hæst hinir geysivinsælu Verbúðarþættir Vesturports og dragþættina We´re Here. Dustin hefur svo samið tónlist í kvikmyndum á borð við Ammonite sem og þáttum eins og A Spy Among Friends.
Íbúðin verður til sýnis í opnu húsi upp úr hádegi næsta fimmtudag.