Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hernaðaráróður í undankeppni Eurovision í Ísrael: „Átakalegt merki um pólitískan aumingjaskap“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson bendir á yfirlýsingu frá fréttasíðu sem sérhæfir sig í Eurovision-fréttum, í nýrri færslu á Facebook. Þar kemur fram að Ísrael noti forkeppni Eurovision til að hampa her sínum.

„Ísraelska ríkissjónvarpið notar forkeppni Eurovision til þess að hampa hernum sínum, þeim hinum sama og stendur nú blóðugur upp fyrir haus í að myrða þúsundir barna á Gaza,“ skrifar Kristinn Hrafnsson, sem er duglegur að minna á hið hrottalega ástand sem nú er á Gaza og hræsni Vesturvelda vegna þess. Og hann heldur áfram. „Stjórn Eurovison er fullkunnugt um þetta. Í stiklum fyrir undankeppnina í Ísrael koma keppendur og dómarar fram í herbúningum ísraelska hersins (IDF). Þar er einnig laumað inn áróðursmyndefni af hersveitum IDF.“

Því næst skrifar Kristinn um yfirlýsingu Eurovoix, sem er vinsæl fréttasíða sem sérhæfir sig í fréttum af Eurovision-söngkeppnninni. „Í yfirlýsingu frá Eurovoix segir: „Að okkar mati sýna þessar stiklur ásetning ríkissjónvarps Ísraels að nota eigin forvalskeppni pólitískt til að upphefja hernaðaraðgerð. Þess utan sýnir sú ákvörðun að láta keppendur og dómara íklæðast herbúningum tilraun til að sýna samfellu á milli gilda Eurovison og stefnu ísraelskra stjórnvalda“.“ Kallar Kristinn þetta „pólitískan aumingjaskap„. „Það er átakalegt merki um pólitískan aumingjaskap innan Evrópu að ekki skuli nú þegar verið búið að bregðast við. Þetta endurspeglar ótrúlegan tvískinnung. Þetta er pólitík. Ef þetta væri eitthvað annað ríki en Ísrael væri búið að setja landið í straff í öllum meningar- og íþróttageiranum.“

Þá minnist ritstjórinn einnig á „offorsið“ gagnvart Rússlandi. „ Ekki vantaði offorsið í slíkum aðgerðum gagnvart Rússlandi. Það má alveg rökstyðja að þar hafi verið of geyst farið, en það er ekki nokkur einasta leið að afsaka þessa tvöfelldni. Hún er einstaklega ógeðfelld og í raun rasísk. Undirliggjandi skilaboð eru þau að þjóðarmorð á Palestínumönnum – slátrun á þúsundum barna á Gaza, skipti ekki svo miklu máli. Horfumst í augu við það.“

Að lokum segir Kristinn að þjóðin þurfi að minnsta kosti að halda reisninni og senda skýr skilaboð: „Það á ekki að vera nokkur vafi, að það er ekki mögulegt að deila sviði með Ísrael undir þessum kringumstæðum. Það er einnig útilokað að mæta knattspyrnulandsliði Ísraels. Þetta skiptir máli.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -