Ný mánaðarskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er komin út. Samkvæmt niðurstöðu hennar eru töluverðar sviftingar á fasteignamarkaði. Dregið hefur úr hita og vænta má að draga muni úr eftirspurn á íbúðarhúsnæði. Spili þar inni í hert aðgengi að lánsfé sem hefur mikil áhrif á lánshæfni einstaklinga.
Tekið er dæmi um einstakling sem er með mánaðarlega greiðslugetu upp á 250.000 krónur, sem áður gat tekið verðtryggt lán upp á 90 milljónir. Þessi sami einstaklingur geti nú í mesta lagi tekið 53 milljón króna verðtryggt lán. Er mismunur lánsfjárhæðarinnar 37 milljónir. Þá er einnig nefnt að; „Óverðtryggð lán eru mun hagkvæmari en verðtryggð um þessar mundir.“
Í maí drógst saman hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði og meðalsölutími íbúða hefur lengst úr 35 dögum í 46,1 frá því í apríl síðastliðnum.
„Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu í maí frá fyrri mánuði miðað við árstíðaleiðréttar tölur úr 436 í 503. Þar á undan hafa viðskipti á íbúðamarkaði hins vegar ekki verið jafn fá síðan í upphafi COVID.“
Hér má lesa skýrsluna í heild.