Hertar aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 kórónuveirufaraldursins taka gildi á hádegi í dag. Munu þær gilda til 13. ágúst, en farið verður yfir stöðuna daglega og metið hvort grípa þurfi til frekari aðgerða.
Fjöldi einstaklinga sem koma má saman verður 100 manns, og tveggja metra reglan verður tekin upp aftur. Þar sem ekki verður hægt að tryggja hana verður fólk að vera með andlitsgrímu. Notendur almenninssamgangna þurfa að bera grímur, svo sem í flugvélum og skipum. Þessar reglur eru hluti af sóttvarnaraðgerðum í tíu liðum sem ríkisstjórnin kynnti í gær til að bregðast við fjölgun smita vegna COVIS-19 síðustu daga.
Staðfest virk smit voru í gær 39, þar á meðal tvær hópsýkingar á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.