Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hestaníðingur fékk leyfi MAST til að kaupa þrjú ný folold: „Matvælaráðherra er algjörlega lamaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn af meintum gerendum í hrossaníðingsmálinu á Borgarnesi fær þrjú ný folold afhent í kvöld. Mast sá því ekkert til fyrirstöðu.

Illa farið með fallega skepnu.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Steinunn Árnadóttir, hestakonan sem fyrst vakti athygli á málinu með birtingu ljósmynda af hrossum í afar slæmu ásigkomulagi, heyrði í Mannlífi vegna nýrra frétta af málinu. „Stúlkan sem gekk hvað harðast í að misþyrma kúnni sem hafði fests í skurði, hún var að fá folold og þau eru akkurat núna í flutningi frá Vopnafirði og í Borgarfjörð. Ég reyndi allt í gær til að stoppa þetta af en það var ekki hægt. Mast gaf leyfi, sagði að þau geti bara haft skepnur eins og þeim sýnist.“ Bætti Steinnunn því við að það „væri kannski gaman að hafa móttökunefnd fyrir þau þegar sendingin kemur frá Vopnafirði. Þetta eru þrjú folold sem stúlkan fær.“ Sagði hún aukreitis að málið allt væri komin í einhver „skringilegheit“. „Ég bað manninn sem flytur hrossin að gera það ekki en fékk bara leiðindi fyrir.“

„Mast eða öllu heldur matvælaráðherra, er algjörlega lamaður, það er ekkert að gerast,“ sagði Steinunn að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -