Mánudagur 6. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Hestur drepinn með riffli fyrir austan: „Ég skora á viðkomandi að gefa sig fram“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hestur fannst dauður á landi bónda í Múlaþingi um helgina. Hafði hann verið skotinn með riffli.

Bóndinn sagði frá því á íbúðasíðu Fljótsdalshéraðs, að hann sé með girðingar á landi sínu sem eru í útlánum fyrir hestaeigendur. Um helgina kom í ljós að hross vantaði í hópinn og kallað var þá til dýralæknir sem og lögregla. Hrossið fannst dautt en það hafði verið skotið með riffli. „Ég skora á viðkomandi að gefa sig fram sem gerir slíkt, hrossið var hæft á slíkan stað að ekki bendir til að um slys væri að ræða,“ skrifaði bóndinn í færslunni. Mannlíf heyrði í honum og spurði hvar hesturinn hafi verið skotinn. „Hann var skotinn í síðuna og mér var sagt af þeim sem fór með það, að skotið hafi farið beint í slagæð. Aftan á bóginn, eins og á hreindýraveiðum.“

Mannlíf ræddi einnig við Diönu Divilekova, dýralækni á Egilsstöðum, sem staðfesti hrossadrápið. „Við vitum ekki hvort hann var aflífaður eða hvort þetta var slysaskot. En það var greinilega skot í honum.“

Þá ræddi Mannlíf einnig við lögregluna á Egilsstöðum sem staðfesti að málið væri í rannsókn en að lögreglan hafi ekki enn fengið staðfestingu á að hesturinn hafi verið skotinn. Þegar blaðamaður sagði lögreglumanninum að dýralæknir hafi staðfest við Mannlíf að skot hafi fundist í hrossinu svaraði hann: „Nú, jæja, það eru þá nýjar upplýsingar. Það eru upplýsingar sem við höfum ekki fengið frá dýralækninum. En það lítur út fyrir að hann hafi verið skotinn.“ Aðspurður um framhaldið sagði lögreglumaðurinn að öllum „steinum verði velt“, tegund skotfæris verði athuga og allt gert til að finna út úr málinu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -