Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands birt í gær stöðuuppfærslu á Facebook þar sem er greint er frá rannsóknum á eldgosinu. Eitt af því sem vísindamenn, sem fóru að gosinu, gerðu var að mæla gíginn.
Gígurinn reyndist vera um 22 metra hár en hefur hann þá hækkað að meðaltali um þrjá metra á dag síðan að eldgosið hófst. Rannsóknarstofan setti einnig upp myndavél til að fá myndir í háupplausn sem gerir vísindamönnum kleift að fá betri upplýsingar um eldgosið.
Meline Barbara Payet-Clerk, doktorsnemi, stóð sig eins og hetja að sögn Rannsóknarstofunnar. Hægt er að sjá myndir af henni að störfum hér fyrir neðan.
Svæðið er ennþá lokað almenningi en sumt fólk lætur það ekki stoppa sig. Í nótt voru björgunarsveitir á Suðurnesjum kallaðar út vegna manns sem hafði orðið viðskila við vin sinn á svæðinu. Hann fannst svo 90 mínútum síðar með aðstoð dróna og var maðurinn sóttur af lögreglu í kjölfarið.
Tilkynnt verður um mögulega opnun á svæðinu síðar í dag.