Mánudagur 23. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Hettuklæddir hnífamenn réðust inn á Bankastræti Club – Þrír alvarlega slasaðir eftir hnífaárás

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögregla hefur handtekið fjóra vegna hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club í miðborginni. Hópur hnífamanna réðst inn á skemmtistaðinn  rétt eftir miðnætti í nótt. Að minnsta kosti þrír, menn um tvítugt, eru særðir eftir hnífaárásina.

Mikill viðbúnaður lögreglu var við skemmtistaðinn í nótt  og þar á meðal fjöldi sérsveitarmanna. Vitni að árásinni segja að hnífamennirnir hafi hulið höfuð sitt og náð að flýja undan á bíl. Vopnaðir sérsveitarmenn fór inn á staðinn og slökkt á allir tónlist.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglunni var tilkynnt um árásina klukkan 23:33 og var mikill viðbúnaður vegna málsins.

„Árásarmennirnir voru dökklæddir og með grímur, en þeir yfirgáfu skemmtistaðinn um leið og árásin var yfirstaðin. Talið er að þeir hafi verið innandyra í mjög skamman tíma, en leit að þeim hófst strax eftir að lögreglan kom á vettvang. Tugir lögreglumanna hafa komið að rannsókn málsins frá því í gærkvöld og nótt og hafa verið framkvæmdar allnokkrar húsleitir í þágu hennar. Fjórir hafa verið handteknir vegna málsins þegar þetta er ritað,“ segir í tilkynningunni.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -