Föstudagur 25. október, 2024
0.4 C
Reykjavik

Hildur er látin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Hermóðsdóttir, bókaútgefandi og kennari, lést á Hrafnistu Boðaþingi, 18. febrúar síðastliðinn, 73ja ára að aldri. Hildur er annar stofnandi bókaútgáfunnar Sölku.

Tilkynning um andlát Hildar birtist í dag í Morgunblaðinu.

Hildur fæddist 25. júlí 1950, í Árnesi í Aðal­dal þar sem hún ólst upp. Foreldrar Hildar voru Jóhanna Álfheiður Steingrímsdóttir og Hermóður Guðmundsson, bændur sem einnig ráku veiðiheimilisrekstur í Árnesi.

Hildur útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands árið 1972 og lauk BA-prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1980. Hún starfaði sem grunnskólakennari frá 1972 og við dagskrárgerð hjá RÚV auk þess að fjalla um bækur í dagblöðum.

Hildur kenndi ís­lensku og bók­mennt­ir við Fóst­ur­skóla Íslands árin 1982-1986 en hóf því næst störf sem rit­stjóri barna­bóka hjá Bóka­út­gáfu Máls og menn­ing­ar frá 1986 til árs­ins 2000 þegar hún stofnaði Bóka­út­gáf­una Sölku ásamt Þóru Sig­ríði Ing­ólfs­dótt­ur. Hild­ur tók síðan al­farið við Sölku árið 2002 og rak um­fangs­mikla út­gáfu til hausts­ins 2015. Hún seldi útgáfuna sama ár og stofnaði Texta­smiðjuna.

Hildur sat meðal annars í stjórn Máls og menningar meðan hún starfaði þar einnig sat hún lengi í stjórn Félags Íslenskra bókaútgefenda. Þá sendi hún frá sér bókina Ástin á Laxá, Hermóður í Árnesi og átökin miklu árið 2022.

- Auglýsing -

Eiginmaður Hildar var Jafet Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri en hann lést í nóvember síðastliðnum. Börn þeirra eru Jó­hanna Sig­ur­borg, Ari Hermóður og Sig­ríður Þóra. Barna­börn­in eru fimm.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -