Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hildur Helga um andlát Elísabetar Bretadrottningar: „Breska samveldið gæti liðast í sundur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Helga Sigurðardóttir, fyrrverandi fréttaritari Ríkisútvarpsins í Lundúnum telur mögulegt að breska samveldið líði undir lok, nú þegar Elísabet II Englandsdrottning er öll.

„Já ég held að þetta muni breyta mjög miklu,“ sagði Hildur Helga í samtali við Mannlíf, aðspurð hvort sú staðreynd að Karl er orðinn konungur Bretlands muni breyta einhverju.
„Í fyrsta lagi verður mikil sorg í Bretlandi og hún verður sárt syrgð og mikið grátið. Það eru  margar kynslóðir sem hafa alist upp með hana sem þjóðhöfðingja. Karl er ekki eins vinsæll og hún en Elísabet II hefur verið hér um bil óumdeild. Jafnvel andstæðingar konungsdæmisins hafa eiginlega ekki geta sagt hnjóðsyrði um hana því hún hefur verið það pottþétt og mikil atvinnumanneskja í því að vera drottning.“

Telur Hildur Helga að krýning Karls geti haft mikil áhrif á breska samveldið.

„Í því eru auðvitað fjölmörg ríki, meðal annars Kanada og Ástralía, svo maður tali nú ekki um mörg Afríkuríki. Og hún hefur haldið mjög góðu sambandi við þessi ríki, ekki síst Afríkuríkin. Hún var meira að segja í Afríku árið 1952 er hún varð drottning. Hvort að Karl nái þessu sama góða sambandi og virðingu við löndin í breska samveldinu, það á eftir að koma í ljós. Það eru margir lýðveldissinnar í Ástralíu og nokkrir í Kanada og svo framvegis og það verður bara að koma í ljós með það allt saman. Breska samveldið gæti liðast í sundur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -