Þriðjudagur 24. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Hildur trúði ekki hættunni sem unga barnið var sett í: „Ég var í sjokki yfir hvað ég var ađ sjá!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur nokkur átti varla til orð þegar hún mætti mjög ungu barni á hlaupum á eftir hundinum sínum sem hún var með í taumi.

Sjálf var hún úti að ganga með sinn hund og segir hún mildi að ekki fór verr í þessu tilviki því hættan hafi verið töluverð að barnið myndi lenda á milli í áflogum hundanna:

„Okey ég er í sjokki,“ segir Hildur sem vekur athygli á atvikinu í fjölmennu samfélagi hundaeigenda á Facebook, Hundasasamfélagið.

Þar biðjar hún til foreldra að leyfa aldrei ungum börnum sínum að vera úti með hundana:

„Mig langar ad minna fólk a ad þad er ekki fyndiđ eða í lagi ad láta lítil börn (í þessu tilfelli barn á leikskólaaldri) labba med hunda sem þau ráđa ekki viđ. Ég var ad lenda í þeirri lítið skemmtilegu reynslu ađ allt í einu kom hundur hlaupandi á móti mér og mínum hundi. Geltandi úti eitt (ógnandi likamstjáningar) og í hinum endanum á tauminum er mjög ungt barn sem hleypur á eftir, ađ sjálfsögđu hefur ekki sjéns ad geta stoppađ hundinn,“ segir Hildur og heldur áfram:

„Ég sé náttúrulega strax hvað gæti núna gerst því mín tík spennist strax upp, enda réđust 2 lausir hundar á hana fyrir nokkrum vikum og hún er enn kvekkt eftir þad. Svo ég kippi henni strax i fangiđ. Þá sé ég móđir barnins koma labbandi á eftir sallaróleg og hlæjandi. Þegar hún kemur til mín segi ég:

- Auglýsing -

„Þetta er ekki i lagi.“

Hún spyr hlæjandi af hverju?

Og ég segi að mín hefði getađ bitiđ.

- Auglýsing -

Eftir á hugsaði ég ad ég hefdi átt að útskýra betur ađ báðir hundar hefðu getađ bitiđ, þau hefðu getad endađ í slagsmálum og barnið á milli, en ég var í sjokki yfir hvað ég var ađ sjá.“

Hildur segist hafa reynt að koma móðurinni í skilning um að barnið hennar réði ekki við hundinn og það væri ekki í lagi að setja slíka ábyrgð á lítið barn:

„En henni virtist finnast það bara sjalfsagt, gaf mér skritinn svip og fór.

Ég er í sjokki ađ manneskja sjái ekkert athugavert vid að setja ekki bara heilsu hunda í hættu heldur lika lítils barns. Hvað ef hundarnir hefðu flogiđ saman og mín endað enn og aftur slösuð. Hvað ef ég hefði ekki verið nógu fljót til og gripið inni og barnið orðið fyrir biti í látunum? Getum viđ bara plís passađ uppá hundanna okkar og börnin okkar?,“ spyr hún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -