Laugardagur 14. september, 2024
4.3 C
Reykjavik

Hildur vandar Degi ekki orlofskveðjurnar: „Eðlilegt að fólk rísi upp á afturlappirnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist líta á orlofsmál Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, mjög alvarlegum augum en Dagur fékk 9,7 milljónir króna greiddar vegna orlofs við starfslok sem borgarstjóri. Þar er um að ræða samkvæmt upplýsingum borgarritara, uppsafnað sumarfrí að hluta í 10 ára borgarstjóratíð hans.

Hún taldi eðlilegt að kalla eftir upplýsingum með hvaða hætti uppgjörum sem slíkum hefði verið háttað hjá embættismönnum borgarinnar en Sjálfsflokkurinn lagði í gær fram fyrirspurn um aðra embættismenn sem hafa hætt hjá borginni á undanförnum árum.

Vill meiri upplýsingar

„Í framhaldinu held ég að sé líka rétt að kalla eftir upplýsingum um orlofsuppgjör hjá stjórnendum sem hafa látið af störfum hjá fyrirtækjum í eigu borgarinnar eins og Orkuveitunni og Faxaflóahöfnum,“ sagði Hildur við RÚV um málið. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að fólk rísi upp á afturlappirnar þegar það áttar sig á því að stjórnendur njóti annarra kjara heldur en almennir starfsmenn,“ sagði hún að lokum.

„Á þessum árum tók ég alltaf eitthvað sumarfrí – en náði sjaldnast að fullnýta það og því safnaðist hluti þess upp,“ sagði Dagur í samtali við Mannlíf í gær.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -