Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Hilmar segir hægri öfgamenn vera fífl: „Ég hef ekki fengið morðhótun í fjögur eða fimm ár“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði, hefur þurft að glíma við nýnasista.

Undanfarin ár hafa heiðin tákn verið notuð meira og meira af öfgahægrimönnum í tengslum við stefnur þeirra. Þó að mikil aukning hafi orðið þá er þetta ekki nýtt vandamál og veit það enginn betur en Hilmar Örn Hilmarsson.

„Það má segja að þetta sé fjandsamleg yfirtaka á heiðnum táknum. Það er verið að tengja þau við hluti sem okkur finnst bæði óviðkomandi og ógeðfellt,“ sagði Hilmar en hann er einnig forstöðumaður Ásatúarfélagsins ásamt að vera allsherjargoði.

„Á tímabili var nokkuð um að þetta fólk leitaði til okkar. Til dæmis var mikið um að fangar skrifuðu bréf úr fangelsum í Ameríku. En eitt af þessum félögum aflaði sér meðlima í fangelsum,“ sagði Hilmar í viðtali við Vísi. „Þeim finnst ég vera kynþáttasvikari, handbendi hins gyðinglega samsæris og ég veit ekki hvað og hvað. En þetta eru einangruð fífl.“

„Ég hef ekki fengið morðhótun í fjögur eða fimm ár, sem ég sakna. Þetta var orðinn hluti af þessu. Fólk hringdi í mig á nóttunni og talaði tungum. Þegar ég fór að gera grín að þessu hætti þetta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -